Í vetur mun KFUM og KFUK standa fyrir leikjafjöri í Guðríðarkirkju. Við hittumst á miðvikudögum kl. 15:30-16:30. Leikjafjör er fyrir alla í 4.-7. Bekk og erum við í safnaðarheimilinu í Guðríðarkirkju. Það er alltaf stuð hjá okkur og förum við meðal annars í gaga-bolta, furðuleika og höldum okkar eigin hæfileikakeppni

Starfið byggir á kristilegum grunni og í gegnum leik og fræðslu viljum við leitast við að verða sterkari einstaklingar með jákvæða sjálfsmynd og örugga framkomu. Við höfum að leiðarljósi gullnu regluna úr Biblíunni sem segir: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.