Forseti Alþingis og Vorboðinn, kór eldri borgara á uppstigningardag í Guðríðarkirkju.

Íslenska þjóðkirkjan hefur í rúman aldarfjórðung  helgað uppstigningardag eldri borgurum þessa lands.

Þjónustan í Guðríðarkirkju í  Grafarholtsprestakalli tekur líka mið af því þennan dag en þar hefst  guðsþjónustan  kl 11:00.

Sr. Karl V. Matthíasson sóknarprestur þjónar fyrir altari og forseti Alþingis Einar K. Guðfinnsson mun  stíga í stólinn og predika.  Kirkjukórinn að þessu sinni verður Vorboðinn, kór eldri borgara í Mosfellsbæ undir stjórn Hrannar Helgadóttur, organista Guðríðarkirkju.  Sigurbjörg Þogrímsdóttir les ritningarlestra.

Eftir guðsþjónustuna verður svo  boðið upp á  kirkjukaffi  og  veitingar að hætti  Lovísu kirkjuvarðar.  Þá munu þeir  Davíð Ólafsson og Stefán Íslandi  slá á létta strengi  í tali og tónum.

Þó þessi guðsþjónusta sé tileinkuð eldri borgurum þá eru börn og barnabörn að sjálfsögðu líka velkomin.