Kæru vinir, félagsstarfið hefst að venju með helgistund kl. 13:10 við undirleik Hrannar Helgadóttur organista. Eftir helgistundina verður samsöngur og síðan verður framhaldssagan Dalalíf lesin. Gestur dagsins er Sigurður H. Pétursson íbúi Grafarholts. Hann les upp úr bók, skáldsögu sem ber heitið „Smalinn“. Sagan gerist undir lok 19. aldar. Kaffi og meðlæti undir lok samverunnar á kr. 500,-. Umsjónarmaður er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir. Hlökkum til að sjá ykkur.