Kæru vinir, félagsstarfið fór ákaflega vel af stað sl. miðvikudag. Vel var mætt og var samveran í alla staði ákaflega gleðirík. Á morgun miðvikudaginn 17. september byrjar stundin eins og venjulega á helgistund kl. 13:10. Framhaldssagan „Dalalíf“ verður á sínum stað og við fáum til okkar ungan upprennandi sellóleikara hann Jón Pétur Snæland til að flytja verk við undirleik Hrannar Helgadóttur organista. Kaffi og meðlæti á kr. 500,- undir lok samverunnar. Umsjónarmaður er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir. Nánari upplýsingar á netf. felagsstarf@grafarholt.is.
Haustblom