Kæru vinir, nú fer að styttast í það að félagsstarf fullorðinna 18+ í Guðríðarkirkju hefjist að nýju eftir sumarfrí landsmanna. Starfið hefst miðvikudaginn 10. september kl. 13:10. Sami háttur verður á starfinu eins og verið hefur þ.e.a.s. hugvekja, lesin verður framhaldssaga sem að þessu sinni verður “Dalalíf” eftir Guðrúnu frá Lundi, við fáum til okkar gesti frá öllum stéttum þjóðfélagssins, bryddað á nýjungum ofl. Umsjónarmaður félagsstarfsins er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir djáknakandidat, sr. Karl V. Matthíasson og Lovísa Guðmundsdóttir, kirkjuvörður. Félagsstarfið verður auglýst nánar með heimsendu bréfi í kringum næstu mánaðarmót.
Með bestu kveðju og tilhlökkun,
Sr. Karl, Sigurbjörg og Lovísa
Guðríðarkirkja