Boðið er til messu í Guðríðarkirkju kl. 11:00 29. maí, á degi eldri borgara, uppstigningardag. Horft er til þeirra sem eru komin á eða nálgast efri ár og eftirlaunaaldur og beðið fyrir þeim, framtíð þeirra og fjölskyldum. Prédikari að þessu sinni er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, djáknakandídat og umsjónarmaður félagsstarfs fullorðinna í Guðríðarkirkju, séra Sigríður messar, kór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Hrannar Helgadóttur organista og Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng. Lovísa kirkjuvörður mun færa kirkjugestum kaffi og meðlæti eftir messu. Anna Sigríður syngur síðan í kirkjukaffinu og sýndar verða myndir úr félagsstarfinu í vetur ásamt vorferðunum 2013 og 2014. Verið hjartanlega velkomin.
Uppstigningardagur