Félagsstarf fullorðinna 18+ er í Guðríðarkirkju á morgun, miðvikudaginn 12. mars. Starfið byrjar að venju á helgistund kl. 13:10, síðan er frjáls tími þar sem valið stendur á milli þess að spila félagsvist, tefla, vinna hvers kyns handavinnu og/eða bara að mæta og spjalla í góðra vina hópi. Lovísa kirkjuvörður verður með sitt góða kaffi og meðlæti á kr. 500. Umsjónarmaður er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir. Upplýsingar á netf. felagsstarf@grafarholt.is. Hlökkum til að sjá ykkur. Sr. Sigríður, Sigurbjörg og Lovísa.
Blóm í mars