Félagsstarf fullorðinna 18+ er á morgun, miðvikudaginn 5. mars og byrjar á helgistund kl. 13:10. Lesið verður úr Íslandsklukkunni, fjöldasöngur undir stjórn Margrétar Sigurðardóttur kórstjóra og að síðustu mun Sigurður H. Pétursson lesa upp úr bókinni “Paradísarstræti”. Lovísa kirkjuvörður verður að venju með sitt góða kaffi og meðlæti á kr. 500,-. Umsjónarmaður er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir og sr. Sigurður Grétar Helgason. Hlökkum til að sjá ykkur á morgun.
Marsblóm