2. sunnudag í aðventu fagnar Guðríðarkirkja 5 ára afmæli sínu, en hún var vígð 2. sunnudag í aðventu 2008. Þá verður glatt á hjalla í kirkjunni.

Klukkan 11 verður sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu í umsjá Aldísar Rutar og Ruthar. Búið verður að stilla upp jólatrénu í kirkjunni og sunnudagaskólinn endar með því að krakkarnir skreyta jólatré kirkjunnar. Skrautið er alltaf jafnfallegt, en það var vígslugjöf til kirkjunnar frá leikskólunum Maríuborg, Geislabaugi og Reynisholti.

Klukkan 12:30-13:30 verða undurfallegir sellótónleikar í kirkjunni, en þar leikur Jón Pétur Snæland. Hann er eitt af fermingarbörnum vorsins og gaman að hlusta á Jón Pétur og sellóið hans.

Klukkan 17 verður aðventukvöld Guðríðarkirkju. Kór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, barnakór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Margrétar Sigurðardóttur, ræðumaður Kristín Kristjánsdóttur, prestur Sigríður Guðmarsdóttir

5 ára afmæli