Búið er að pakka prjónavörunum inn og fara þær í póst í dag og verða sendar alla leið til Tyrklands. Þar verður tekið á móti þeim og bútarnir sem prjónaðir hafa verið, verða saumaðir saman í falleg teppi. Bútarnir koma frá öllum heimshornum og má segja að í hverju teppi séu handbrögð margra þjóða sem stilla saman strengi sameiningar og kærleika.

 Lilly-love 006