Í félagsstarfinu er þátttaka góð og gleði einkennir starfið. Hist er tvisvar í mánuði, í fyrstu og þriðju hverri viku. Þann 4. desember verður m.a. spilað „bingó“ (góðir vinningar í boði) og 18. desember mun jólaandinn svífa yfir vötnum.  Þá mun Anna Sigríður Helgadóttir, söngkona syngja nokkur  jólalög og Ómar Ragnarsson lesa upp úr nýútkominni bók sinni „Sagan öll, Manga með svartan vanga“. Lovísa verður á sínum stað með sitt rómaða kaffi/heitt súkkulaði og meðlæti. Hér má sjá  nokkrar myndir af félagsstarfinu af Flickr síðu kirkjunnar. Umsjónarmaður er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, felagsstarf@grafarholt.is .