Kæru vinir. Minni ykkur á kyrrðarbæna-stundina á morgun fimmtudaginn 17. október kl. 17:30-18:30. Við byrjum á kyrrðarbæn og endum á biblíulegri íhugun (Lectio Divina). Biblíleg íhugun er ævaforn aðferð þar sem hugleitt er á orð biblíunnar. Textinn lifnar við og talar til okkar. Hver skyldi boðskapur textans vera til okkar hér og nú? Þetta er áhugaverð aðferð sem vert er að kynna sér. Viltu vera með? Vertu innilega velkomin/n. Kær kveðja, Sigurbjörg

ihugun