Föstudagskvöldið 11. október nk. verður haldin Kyrrðarstund í Guðríðarkirkju. Að þessu sinni ætlar hún Monika Abendroth að spila fyrir okkur á hörpuna sína. Þetta verður með sama sniði og áður, við hvetjum alla til þess að koma með það með sér sem þeir telja sig þurfa – hugleiðslustóla, dýnur, púða, sængur, kodda eða bangsa – um að gera að láta sér líða vel við hugleiðslu og bæn. Að sjálfsögðu verður hægt að kaupa diskinn hennar Moniku á staðnum.
Hægt er að fylgjast með Kyrrðarstundunum áfram á https://www.facebook.com/kyrrdarstund

Monika með hörpuna