Messur í sumar verða sem hér segir:
26. maí, messa kl. 11: Prestur séra Sigríður Guðmarsdóttir
9. júní, messa kl. 11: Prestur séra Bryndís Valbjarnardóttir
23. júní, messa kl. 11: Prestur séra Bryndís Valbjarnardóttir
7. júlí, lesmessa kl. 11: Prestur SG
14. júlí, útimessa á Nónhæð kl. 11, gengið frá Guðríðarkirkju kl. hálfellefu. Prestur SG, pylsur grillaðar í lundinum og veluppaldir hundar velkomnir með með ásamt fjölskyldum sínum.
21. júlí, lesmessa kl. 11: Prestur SG
4. ágúst, útimessa við Reynisvatn, gengið frá Guðríðarkirkju kl. hálfellefu. Prestur SG. Veluppaldir hundar velkomnir með í gönguna og útimessuna ásamt fjölskyldum sínum.
11. ágúst, útvarpsmessa kl. 11 í tilefni Gay Pride, prestur SG
18. ágúst, fermingarmessa kl. 11: Prestur séra Sigríður Guðmarsdóttir
25. ágúst, messa kl. 11. Prestur séra Sigurjón Árni Eyjólfsson

Séra Sigríður er í sumarfríi í júnímánuði og síðustu vikuna í júlí. Leysa prestarnir í Grafarvogskirkju hana af. Símanúmerið í Grafarvogskirkju er 5879070. Hrönn organisti verður í fríi í júlímánuði. Lovísa kirkjuvörður fer í sumarfrí frá 24.júní-5.júlí og síðan 28.júlí-16 ágúst.