Í vetur höfum við haldið úti fjölbreyttu félagsstarfi fyrir fullorðna á miðvikudögum. Við höfum lesið kafla úr Njálu, sungið hin ýmsu lög í fjöldasöng og fengið marga góða gesti í heimsókn, sem sögðu okkur frá pílagrímagöngum, hjálparstarfi, þjóðardyggðum Íslendinga, Skálholtsstað, starfi rithöfunda, vísnasöng og mörgu fleira skemmtilegu. Starfið heldur áfram í haust og verður fyrsta miðvikudag í mánuði frá septemberbyrjun 12:30-15:30. Vorferð félagsstarfsins verður á Njáluslóð 22. maí. Um dagsferð er að ræða og kostar ferðin 1500 krónur með rútuferð, leiðsögn og mat. Starfið er í umsjá Bryndísar Valbjarnardóttur og Sigríðar Guðmarsdóttur. Allir eru velkomnir en mikilvægt er að skrá sig og greiða fyrirfram. Hægt er að skrá sig til og með 17. maí með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan, prenta út blaðið og koma með í kirkjuna, eða nálgast skráningarblað þar.

Hér er bréfið sem séra Sigríður sendi sóknarfólki í Grafarholti og Úlfarsárdal 2. maí s.l.:
Bréf til eldri borgara 2013