Félagsstarf fullorðinna er í Guðríðarkirkju annan hvern miðvikudag kl. 13:30-15:30.

Njálulestur gengur vel og nú er komið sögu þar sem Þórður fóstri Njálssona hefur verið veginn og þeir hyggja á hefndir.

Við syngjum síðan saman undir stjórn Hrannar Helgadóttur og þvínæst stígur á stokk gestur dagsins, hinn sívinsæli Karl Valgarður Matthíasson. Hann er framkvæmdastjóri Samhjálpar og ætlar að segja okkur frá starfinu þar. Eftir erindi Karls verður síðan boðið upp á kökur og kaffi eins og Lovísu kirkjuverði er einni lagið. Kaffið kostar 500 krónur.

Næsta stund í félagsstarfinu verður miðvikudaginn fyrir páska 27. mars, þá verður páskabingó.