Annað kvöld, föstudaginn 11. janúar kemur danskur listamaður Dreamhub í Guðríðarkirkju og heldur úti tónlistar og íhugunarstund  í 3 klukkutíma í kirkjunni, frá kl. 20-23. Dreamhub spilar raftónlist og finna má tóndæmi og upplýsingar á heimasíðu hans www.dreamhub.dk. Hann hefur komið fram í mörgum dönskum kirkjum og er þekktur í sínu heimalandi.  Hann er kominn til landsins og er spenntur að spila í Guðríðarkirkju.Dreamhub er að koma sérstaklega til landsins til að spila í Guðríðarkirkju við þetta tilefni, svo tækifærið er einstakt.

Hægt er að stoppa í tíu mínútur á föstudaginn eða sitja allan tímann, eftir því hvað fólk vill. Hægt er að kveikja á kertum, koma með jógadýnu með sér, grjónapúða, eða setjast/leggjast á kirkjubekki, slaka á og eiga notalega stund. Og hvað er betra í svörtu íslensku skammdegi, með rigningu og roki, en að slökkva á sjónvarpinu, eiga góða stund og gleðja hjartað?

dreamhub