women_drinking_coffeeFimmtudagskvöldið 20. desember verður konukvöld Grafarholts í Guðríðarkirkju frá 20-22:30. Frábær hönnun, handverk og fjölbreyttar gæða vörur á góðu verði fyrir alla. Frítt inn en happdrætti verður á staðnum með veglegum vinningum, 1000 kr miðinn og allur ágóði rennur til líknarsjóðs Guðríðarkirkju (sem aðstoðar t.d. efnalitlar fjölskyldur með matarúthlutun fyrir jólin).
Ekki láta þetta fram hjá þér fara, komdu á staðinn og taktu góðar vinkonur með:) Allir velkomnir.