Nú erum við að byrja að safna fyrir bókamarkaðinn sem í ár verður staðsettur við prestskrifstofurnar í Guðríðarkirkju. Okkur langar því til að biðja þau sem koma í messu á sunnudaginn að kippa með sér einni eða tveimur bókum, ef þau hafa tök á og vilja taka þátt. Við leggjum þær undir altarið og byrjum bókamarkaðinn með þeim. Barnabækur eru sívinsælar, en allar bækur, hvort sem er í kilju og harðspjaldi eru ástsamlega þegnar. Við minnum líka á reikningsnúmer Líknarsjóðs Guðríðarkirkju 0114-26-3060 (kennitala kirkjunnar er 660104-3050), ef fólk vill gefa í sjóðinn.