Háskólakórinn The Penn Glee Club var stofnaður árið 1862. Á hverju ári ferðast kórinn til framandi landa og hefur kórinn oft verið nefndur besti sendiherra Bandaríkjanna. Á efnisskránni eru söngleikir, sígild verk, sálmar, þjóðlög og dægurlög. Mikið er lagt upp úr góðum dansatriðum og oft er brugðið á leik.

 

Kór Menntaskólans í Reykjavík syngur nokkur lög undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar.

 

Aðgangur ókeypis