Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson mun vísitera söfnuðinn í Grafarholti og Úlfarsárdal nú um helgina. Messa og sunnudagaskóli verður kl. 11 á sunnudaginn, séra Sigríður og séra Karl Valgarður þjóna fyrir altari en biskup prédikar og lýsir blessun, en Árni Þorlákur sér um sunnudagaskólann á meðan. Kór Guðríðarkirkju leiðir sönginn og syngur stólvers, nýi sálmurinn hennar séra Sigríðar verður líka sunginn og Aðalsteinn og Sigurður standa meðhjálparavaktina eins og venjulega, sóknarnefndarfólk les ritningarlestra. Lovísa kirkjuvörður býður fram upp á súpu og brauð fyrir safnaðarfólk eftir messu og þar gefst fólki tækifæri til að hitta biskup, segja kost og löst á sínum prestum og annað sem því liggur á hjarta um safnaðarstarfið.

Biskup vísiterar hvern söfnuð þjóðkirkjunnar um það bil einu sinni á sínum starfstíma, svo biskupsvísitasíur eru merkilegur viðburður í lífi hvers safnaðar. Þetta er fyrsta biskupsvísitasían í Grafarholti og við vonum að safnaðarfólk og annað kirkjufólk fjölmenni til messu á þessum tímamótum. Sjá meira