Ljósa og kærleikshittingur 20. febrúar fyrir þau sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi

Í haust stóð Sigrún Pálína Ingvarsdóttir fyrir vel sóttri helgistund í Laugarneskirkju fyrir þau sem hafa lifað af kynferðislegt ofbeldi og vini þeirra, fjölskyldu og stuðningsmenn. Nú stendur til að hafa annan slíkan kærleikshitting, í Guðríðarkirkju, sunnudaginn 20 febrúar 2011. Byrjað verður kl. 13 og umsjónarmenn verða til staðar til kl. 16.30. Við getum komið og farið eftir eigin getu og vilja. Við verðum með kaffi á könnunni og fólk sem” skilur” og vill spjalla. Við kveikjum á kertum og lýsum upp veginn okkar sem hefur verið grýttur og sár, hlusta á fallega tónlist og taka á móti læknandi blessun. Við höfum möguleika á að skrifa sögu okkar og lesa hana sjálf eða heyra hana lesna upp, innan veggja öryggis, þar sem okkur er trúað og við ekki dæmd. Á þann hátt getum við skilað skömminni, rofið þögnina og hafið græðsluna. Von okkar er, að við í sameiningu getum skapað rými fyrir sorg og sársauka og fengið í staðinn von og kærleika.  Til aðstoðar Sigrúnu Pálínu verða Ásta S. Knútsdóttir og séra Sigríður ásamt fleira góðu fólki. Upplýsingar í símum: Ásta 6619909, Sigríður 5777770 og Sigrún Pálína +4540331917