Hún á bráðum afmæli!: Aðventukvöldið og afmæli kirkjunnar
Guðríðarkirkja á afmæli á annan sunnudag í aðventu en þá eru tvö ár liðin síðan hún var vígð. Í ár ber annan í aðventu upp á 5. desember. Þá verður mikið um að vera í kirkjunni í tilefni afmælisins. Um morguninn er fjölskyldumessa kl. 11 þar sem krakkar úr frístundaheimilunum í Sæmundarskóla og Ingunnarskóla koma fram. Klukkan fimm er síðan aðventukvöld safnaðarins. Ræðumaður er Lára Björnsdóttir skrifstofu- og sviðsstjóri í Félagsmálaráðuneytinu og formaður Velferðarvaktarinnar. Lára var fyrsti formaður sóknarnefndarinnar í Grafarholti og það verður gaman að hlusta á það sem hún hefur að segja okkur á jólaföstunni. Kórstjórarnir okkar Hrönn og Berglind stíga á stokk, lesin verður jólasaga, barnakór og kór Guðríðarkirkju syngja aðventu- og jólalög og þátttakendur í Krílanámskeiði haustsins stíga á stokk með börnunum sínum og syngja og dansa krílasálma.