Þá fer að líða að orgelsöfnun kirkjunnar sem hefst með stórtónleikum vikuna 3. til 10. október. Dagskráin verður auglýst fljótega. Margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar munu koma fram og styrkja þetta málefni. Hátíðin verður kölluð Gorgelhátíð Guðríðarkirkju. Samkvæmt gömlu tímatali byrjar Gormánuður í október og þá ætlum við að safna fyrir orgeli og úr því varð til orðið Gorgel.
Við munum fara ótroðnar slóðir í þessari söfnun. Pípur verða seldar og hægt er að gefa þær t.d. í jólagjöf. Einnig verður söfnunarsími opnaður. Þeir sem vilja gefa 3000kr. í söfnunina getra hringt í símanúmerið 903 3030 og þá verður upphæðin gjaldfærð af símareikningi.