FRAMdagurinn 11. sept. hefst með FRAMmessu í Guðríðarkirkju
Kl. 10:00 FRAM-messa í Guðríðarkirkju fyrir alla fjölskylduna.
Kl. 10:45 Getraunir og morgunkaffi á skrifstofu FRAM að Kirkjustétt 2-6.
Kl. 10:45 Íþróttaskóli FRAM fyrir 3-6 ára börn í íþróttahúsi Ingunnarskóla. Kl. 10:45 3-4 ára börn og kl. 11:45 5-6 ára börn. Munið að koma með íþróttaföt.
Kl. 10:45-13:00 Fjölbreytt dagskrá og kynning á vetrarstarfi FRAM að Kirkjustétt:
Kl. 10:45 Veltibíll Sjóvá verður á staðnum.
Kl. 10:45 Ratleikur í umsjón almenningsdeildar FRAM.
Kl. 10:45 Línuskautaþrautir og kynning á skíðadeild FRAM.
Kl. 10:45 Götufótboltamót Coke og FRAM á lóð Guðríðarkirkju. Þriggja manna lið.
Kl. 10:45 Keppni á milli iðkenda og foreldra í handbolta á battavellinum við Ingunnarskóla. Vítakeppni á markvörð meistaraflokks FRAM.
Kl. 11:00 Opin Taekwondo-æfing á lóð Guðríðarkirkju.
Kl. 11:30 Knattþrautakeppni á lóð Guðríðarkirkju. Halda bolta á lofti, skalla á milli og vítakeppni á markvörð meistaraflokks FRAM. Leikmenn meistaraflokks FRAM mæta á svæðið.
Kl. 11:45 Stefán Pálsson fer yfir sögu Knattspyrnufélagsins FRAM í Guðríðarkirkju.
Kl 12:15-13:00 Súpa og pylsur í boði FRAM.