Gleðirík messa sem tileinkuð er fólki er lifa vill án áfengis og vímuefna og aðstandendum alkóhólista.
Falleg tónlist í umsjón Sylvíu Rúnar og Björns Tómasar.
Vitnisburður fólks með reynslu.
sr Karl V. Matthíasson og sr Sigríður Guðmarsdóttir þjóna fyrir altari.
Boðið er upp á kaffi eftir messu. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Vængjamessa er hversdagsmessa að kvöldi dags og kallast á við Æðruleysismessurnar á sunnudagskvöldum í Dómkirkjunni. Messan miðar að því að lyfta mönnum upp frá áhyggjum af sínu nánasta fólki vegna erfiðleika, kvíða og vímu.

Vængjamessan dregur nafn sitt af texta Hómilíubókarinnar, þar sem talað er um að berast um á tveimur vængjum, elsku til Guðs og elsku til náungans. Í Biblíunni er víða tekin líking af Guði sem fugli sem skýlir okkur undir vængjum sínum og þess vegna hæfir vængjamessa vel sem tákn um stað þar sem við getum fengið huggun, styrk og nýjan anda.