Passíusálmanámskeið á lönguföstu Silja Aðalsteinsdóttir, Karl V. Matthíasson og Einar Sigurbjörnsson fræða um Passíusálmana

Hefur þú áhuga á Passíusálmunum en finnst þeir torskildir og framandi?  Áttu þér uppáhaldssálm? Kirkjan ætlar að bjóða uppá þriggja skipta námskeið um Passíusálmana á lönguföstu, þriðjudaginn 16., 23. og 30. mars kl. 18-19 og bjóða til sín ýmsum góðum gestum sem deila með okkur uppáhaldssálmunum sínum og pæla í gegnum þá með okkur. Ef lesturinn á föstudaginn langa gefur okkur kost á að njóta Passíusálmanna í heild sinnigefur námskeiðið okkur tækifæri á að staldra betur við og skoða eina og eina perlu bókmenntanna. Bókmenntafræðingurinn Silja Aðalsteinsdóttir cand mag. verður með fyrsta lesturinn, þvínæst séra Karl Valgarður Matthíasson cand. theol. og síðasti gesturinn verður Einar Sigurbjörnsson dr. theol.