Leshópur

Boðið verður upp á leshóp sem lið í kynningu og fræðslu á kristinni íhugun (centering prayer). Lesin verður bókin „Open Mind, Open Heart“ eftir Thomas Keating. Ekki er nauðsynlegt að eiga bókina eða kunna ensku til að vera með. Gert er ráð fyrir að frjóar og góðar umræður skapist sem allir geta hlustað á og/eða tekið þátt í. Hugmyndin er að hittast fyrsta laugardag hvers mánaðar. Fyrsta lestrarstundin verður n.k. laugardag, 6. febrúar í Guðríðarkirkju í Grafarholti kl. 10:00 – 12:00. Byrjað verður á 1. og 2. kafla. Allir sem áhuga hafa á því að kynna sér efni bókarinnar eru hjartanlega velkomnir.

Nánari upplýsingar veitir sr. Ragnheiður Jónsdóttir í síma 869-9882, netfang: ragnheidur.jonsdottir@kirkjan.is og Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, leiðbeinandi í kristinni íhugun (centering prayer) í síma 861-0361, netfang: sigurth@simnet.is