Prjónaklúbbur annað hvert þriðjudagskvöld, byrjar 9. febrúar kl. 19:30

Nú um stundir er gríðarleg handavinnusveifla í samfélaginu og það eru ekki bara túristar lengur sem klæðast lopapeysum. Þær nöfnur Sigríður Jósefsdóttir og Sigríður Guðmarsdóttir eru með lopa í hrúgum og prjónaklúbb á prjónunum. Verður klúbbnum hleypt af stokkunum 9. febrúar kl. 19:30-21:30. Hver kemur það sem hann/hún er með á prjónunum. Kaffi og te á staðnum en skemmtiatriði leggur fólk til sjálft. Og nú er að sjá hversu margar félagslyndar prjónakonur og prjónakallar leynast í Grafarholti og Úlfarsfelli (Það er reyndar ekki nauðsynlegt að eiga heimilisfesti í  hverfinu til að koma…).