Síðasta Hamingju-hádegi ársins verður miðvikudaginn 16. desember. Sigga Beinteins og Grétar Örvars syngja inn réttu jólastemninguna og byrja tónleikarnir kl. 12:10. Fyrir og eftir tónleikana er boðið upp á kaffi og jólamarkað.

Hamingju-hádegið hefur slegið í gegn og hafa yfir 650 gestir lagt leið sína til okkar á tónleika og í hláturjóga. Að sjálfsögðu stefnum við að því að halda uppteknum hætti eftir áramót og verður dagskráin auglýst síðar.