Sunnudaginn 6. desember kl. 17.00 verður mikil hátíð hér í Guðríðarkirkju. Þá mun hr. Karl Sigurbjörnsson biskup vígja kirkjuklukkurnar sem kalla munu fólk úr Grafarholtinu til kirkju. Síðan verður hið árlega aðventukvöld safnaðarins þar sem barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Berglindar Björgólfsdóttur og kór kirkjunnar undir stjórn Esterar Ólafsdóttur organista. Hr. Karl flytur aðventuhugleiðingu og sr. Karl V. Matthíasson og sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjóna. Á eftir verður boðið upp á kaffi og smákökur.