Starfið í Guðríðarkirkju er mjög fjölbreytt. Öll hjálp er vel þegin og nú þegar hafa nokkrir sjálfboðaliðar boðið fram krafta sína. Kristný Rós Gústafsdóttir heimsótti okkur um daginn og spurði hvort okkur vantaði ekki  hjálp. Hún sagðist hafa unnið við að setja upp söngleiki í skólum og m.a. kennt dans. Seinna sama dag byrjaði hún að vinna með barnakórnum. Við þökkum Kristnýju Rós kærlega fyrir þessa ómetanlegu hjálp og bjóðum hana hjartanlega velkomna í starfið.

Kristný Rós mun í vetur vinna með Berglindi kórstjóra og af þessu tilefni smelltum við einni mynd af þeim sem við látum fylgja með.

Berglind, Kristný Rós og nokkrar efnilegar stúlkur úr kórnum.