Laugardaginn, 12. September, kl. 10:00 – 16:00 verður boðið upp á námskeið í kristinni íhugun í samkvæmt bænahefð sem kallast Centering Prayer.

Centering Prayer byggir á aldagamalli hefð sem síðan var endurvakin upp úr 1970 og hefur verið að ná sífellt meiri útbreiðslu um heiminn síðan þá.

Bænin byggir á orðlausri nálgun við Guð, þar sem biðjandinn tekur ákvörðun um að leitast við að opna hjarta sitt fyrir nærveru Guðs og verkan í lífi sínu. Þjálfunin felst síðan í því að læra að leiða hjá sér truflanir sem sækja á þann tíma sem bænin stendur yfir.

Þetta er eitt einfaldasta form íhugunarbænar sem um getur og geta allir lært það og stundað.
Námskeiðið fer fram í Guðríðarkirkju í Grafarholti

Kennari verður Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, djáknaefni og leiðbeinandi í Centering prayer.
Allir eru hjartanlega velkomnir!

Áhugasamir um nánari upplýsingar geta snúið sér til Sigurbjargar Þorgrímsdóttur í síma 861-0361 og á póstfangi: sigurth@simnet.is