Bókamarkaðurinn verður opinn næstu vikurnar á opnunartíma kirkjunnar.

Kirkjuvörðurinn hjólaði í vinnuna í dag. Hann var 40 mínútur á leiðinni enda býr hann í Mosfellsbænum. Taka verður tillit til þess að hann villtist tvisvar á leiðinni. Er ekki einhver sem kann kínverska hádegisleikfimi? Væri ekki upplagt að nota kirkjutúnið í smá hópæfingar í hádeginu? Kirkjuvörður óskar eftir hugmyndum og aðstoð í þessum efnum. Sími kirkjunnar er 577 7770 og netfang kirkjuvordur@grafarholt.is Þá gæti þetta litið svona út hjá okkur í hádeginu.