Það var glatt á hjalla í gær þegar konur í Kvennasmiðju 12 í Námsflokkum Reykjavíkur sóttu Guðríðarkirkju heim. Konurnar eru höfundar fallega fiðrildaverksins sem hangið hefur uppi í kirkjunni frá því á páskum. Með í för var Björg Árnadóttir myndlistarmaður og rithöfundur sem flutti erindi um veggjakrot í Betlehem, „Let it Spray!“.