Barnakór Grafarholtssóknar

Kórferðalag og æfingabúðir í Kaldárseli

Laugardaginn 18.apríl,  verður  kórferðalag og æfingabúðir í Kaldárseli í Hafnarfjarðarhrauni.  Hittumst, klædd eftir veðri, fyrir utan Guðríðarkirkju, Kirkjustétt 8, Grafarholti  kl.: 9:00. Við æfum okkur að syngja, leikum okkur og skemmtum í sveitasælunni. Komum heim í Guðríðarkirkju  kl.: 17:00.

Það er nauðsynlegt að senda tölvupóst eða SMS og tilkynna þátttöku, sem fyrst. 

Það væri mjög gott ef einhverjir foreldrar/forráðamenn kæmu með, til að aðstoða og njóta dagsins með okkur.

Það verða framreiddir ávextir við komu í Kaldársel, við höfum pylsuveislu í  hádeginu og útbúum einnig miðdegishressingu í Kaldárseli.

Bestu kveðjur,

Berglind kórstjóri    

S. 660-7661

barnakor@gmail.com

Hægt er að skoða myndir frá Kaldárseli á eftirfarandi slóð:

http://www.kfum.is/myndir/?g2_itemId=7