Sunnudagur 12. apríl, páskadagsmorgunn:

“Eldur og fiðrildi”: Hátíðarmessa á páskadagsmorgunn kl. 8 árdegis. Eldurinn í titli messunnar vísar til páskakertisins stóra sem tendrað er á páskadagsmorgun til tákns um upprisuna. Í kirkjunni hangir uppi verk um fiðrildi sem unnið er af konum í Kvennasmiðju Námsflokka Reykjavíkur og mun upprisuprédikunin fjalla að nokkru leyti um verkið. Prestur dr. Sigríður Guðmarsdóttir, organisti Hrönn Helgadóttir, kór Guðríðarkirkju syngur. Morgunverður og páskaegg eftir messu.

“Eldur og fiðrildi”  Fjölskyldumessa kl. 11. Prestur dr. Sigríður Guðmarsdóttir, organisti Hrönn Helgadóttir, barnakór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Berglindar Björgúlfsdóttur. Umsjá ásamt dr. Sigríði: Laufey Brá Jónsdóttir.  Páskaeldur og fiðrildi.