Helgihald og starf í Guðríðarkirkju um bænadaga og páska:

Íhugun og gleði fyrir börn og fullorðna, verið velkomin!

 

Miðvikudagur 8. apríl:

Dagmálatíð kl. 9. Fyrsta helgihald í kirkjunni eftir breytingarnar. Kyrrð er í kirkjunni frá 8:45, bænastundin tekur uþb stundarfjórðung og síðan er boðið upp á morgunmat.

Foreldramorgunn kl. 10-11:30. Kaffi og spjall. Umsjá Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Fríða Sandholt

Gáttin: Opið hús fyrir atvinnuleitendur kl. 12:30-14:30. Hádegismatur og síðan haldið áfram að fjalla um ferilsskrár. Umsjá Laufey Brá Jónsdóttir og Jón Ingi Hákonarson.

 

Fimmtudagur 9. apríl, skírdagur:

“Þvoið hvert annars fætur”: Íhugunarstund í Guðríðarkirkju frá kl. 14-16. Góð stund til bænar og íhugunar.

Kvöldmáltíð og Getsemanevaka á skírdagskvöld kl. 20. Prestur dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, tónlistarflutningur Þorvaldur Halldórsson. Í lok messu eru gripir og dúkar teknir af altari og sest er til hljóðrar stundar, Getsemanevöku, við gluggann að garðinum fagra.

 

Föstudagur 10. apríl, föstudagurinn langi:

Passíusálmalestur kl. 10-14. Ein helstu trúarljóð kristinnar kirkju og perlur barokktímans verða lesnir í 5. sinn í sókninni að þessu sinni og koma lesarar víða að. Fólki er í sjálfsvald sett hvort það hlustar á einn sálm, nokkra eða alla og eintök af Passíusálmunum liggja frammi í kirkjunni.

Tenebrae: Krossljósastund kl. 20. Lesið verður úr Píslarsögu Jóhannesarguðspjalls og síðan lesin sjö orð Krists á krossinum meðan hugleitt er við krossinn.

 

Sunnudagur 12. apríl, páskadagsmorgunn:

“Eldur og fiðrildi”: Hátíðarmessa á páskadagsmorgunn kl. 8 árdegis. Eldurinn í titli messunnar vísar til páskakertisins stóra sem tendrað er á páskadagsmorgun til tákns um upprisuna. Í kirkjunni hangir uppi verk um fiðrildi sem unnið er af konum í Kvennasmiðju Námsflokka Reykjavíkur og mun upprisuprédikunin fjalla að nokkru leyti um verkið. Prestur dr. Sigríður Guðmarsdóttir, organisti Hrönn Helgadóttir, kór Guðríðarkirkju syngur. Morgunverður og páskaegg eftir messu.

“Eldur og fiðrildi”  Fjölskyldumessa kl. 11. Prestur dr. Sigríður Guðmarsdóttir, organisti Hrönn Helgadóttir, barnakór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Berglindar Björgúlfsdóttur. Umsjá ásamt dr. Sigríði: Laufey Brá Jónsdóttir.  Páskaeldur og fiðrildi.