Kór Akraneskirkju heldur tónleika í Guðríðarkirkju í Grafarholti, fimmtudaginn 12. mars kl. 20:30.

Á efnisskránni, sem innheldur veraldlega sem andlega kórtónlist, má finna sálma eftir Sigurbjörn Einarsson og Hallgrím Pétursson í útsetningum Gunnars Gunnarssonar. Einnig þekkt alþýðulög í útsetningum Magnúsar Ingimarssonar og nýlegt lag eftir Akurnesinginn Baldur Ketilsson við ljóð Jóns Gunnars Axelssonar, félaga í kórnum. Með kórnum leika þeir Gunnar Gunnarsson á píanó og Tómas R. Einarsson á kontrabassa. Stjórnandi kórsins er Sveinn Arnar Sæmundsson. Aðgangseyrir er kr. 1.500,-

(Því miður ekki hægt að taka við greiðslukortum)