“Vatnið sem sakramenti” nefnist opinn fyrirlestur sem sóknarpresturinn í Grafarholti flytur nk. mánudag, 9. febrúar kl. 16-18, í Guðríðarkirkju.

“Vatnið sem sakramenti” nefnist opinn fyrirlestur sem sóknarpresturinn í Grafarholti flytur nk. mánudag, 9. febrúar kl. 16-18, í Guðríðarkirkju.

Dr. Sigríður Guðmarsdóttir flytur erindi sem hún nefnir “Vatnið sem sakramenti” og fjallar um umhverfismál og helgisiði. Erindið er flutt í samvinnu við Félag guðfræðinema og var einnig flutt á stórri ráðstefnu í Uppsölum í Svíþjóð um loftslags- og vatnsmál á vegum Sænsku kirkjunnar í lok janúar.

Eftir erindið verður boðið upp á umræðu, kaffi og kirkjuskoðun og samkomunni lýkur með því að sunginn verður aftansöngur (vesper) kl. 18.

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.