Sunnudagurinn 8. febrúar, fyrsti sunnudagur í níuviknaföstu:

Messa í Guðríðarkirkju kl. 11. Gídeonmenn koma í heimsókn.

Sunnudagaskólahátíð prófastsdæmisins í Grafarvogskirkju kl. 11. Rúta frá Guðríðarkirkju kl. 10:30.

Helgihald Grafarholtssafnaðar sunnudaginn 8. febrúar, fyrsta sunnudag í níuviknaföstu:

Messa í Guðríðarkirkju kl. 11. Félagar úr Gídeonfélaginu, sem vinnur að útbreiðslu Biblíunnar, taka þátt í helgihaldinu og kynna starf sitt. Prestur séra Sigríður Guðmarsdóttir. Organisti Hrönn Helgadóttir. Kirkjukór Grafarholtssóknar leiðir safnaðarsönginn. Allir velkomnir.

Ritningarlestra og bænir dagsins má lesa með því að smella hér.

Sunnudagaskólahátíð prófastsdæmisins í Grafarvogskirkju kl. 11. Rúta fer frá Guðríðarkirkju kl. 10:30 á árlega barnastarfshátíð Reykjavíkurprófastsdæmis eystra þar sem safnast saman sunnudagaskólakrakkar alls staðar úr prófastdæminu, syngja saman skemmtileg sunnudagaskólalög og heyra boðskapinn. Þar er alltaf glatt á hjalla og landsþekktar persónur heimsækja hátíðina og sprella með krökkunum. Að þessu sinni kemur Björgvin Franz úr Stundinni okkar í heimsókn á hátíðina, sem kemur í stað hefðbundins sunnudagaskóla þennan dag.

Nánar má lesa um barnastarfshátíðina með því að smella hér.