Æskulýðsstarf KFUM og KFUK og Grafarholtssóknar fluttist í Guðríðarkirkju um áramótin og er boðið upp á spennandi dagskrá fyrir 9-12 ára krakka.

Æskulýðsstarf KFUM og KFUK og Grafarholtssóknar fluttist í Guðríðarkirkju um áramótin og er boðið upp á spennandi dagskrá fyrir 9-12 ára krakka.

YD KFUM – fundir fyrir stráka á aldrinum 9-12 ára eru á þriðjudögum kl. 17:00-18:00 í kirkjunni undir stjórn Arnórs og Sigursteins.

YD KFUK – fundir fyrir stelpur á aldrinum 9-12 ára eru á miðvikudögum kl. 17:30-18:30 í kirkjunni undir stjórn Perlu og Guðlaugar.

Nýir krakkar alltaf velkomnir.

Blanda af alls konar leikjum, skemmtun og helgistundum. Starfinu lýkur í vor með sólarhringsferðum drengjanna í Vatnaskóg og stúlknanna í Vindáshlíð eða Ölver.

Dagskrár deildanna má finna á heimasíðu KFUM og KFUK með því að smella hér. Athugið: Starfið er í kirkjunni!