Klukkur Guðríðarkirkju voru smíðaðar í Belgíu á haustmánuðum. Kreppan hefur hins vegar sett strik í reikninginn, og nú heitir sóknarnefnd á söfnuðinn að aðstoða við að leysa út klukkurnar og setja þær upp.

Klukkur Guðríðarkirkju voru smíðaðar í Belgíu á haustmánuðum. Kreppan hefur hins vegar sett strik í reikninginn, og nú heitir sóknarnefnd á söfnuðinn að aðstoða við að leysa út klukkurnar og setja þær upp.

Kirkjuklukkurnar eru nú komnar til landsins. Þær eru þrjár talsins og á þær grafin áletrun úr sálminum “Dýrð í hæstum hæðum.” Á stærstu klukkuna er letrað “Dýrð í hæstum hæðum, á miðklukkuna “Jörð það endurómar” og minnsta klukkan ber yfirskriftina “Fagnandi hjörtu færa þakkargjörð.” Það verður gaman að heyra klukkurnar óma um Grafarholtið og kalla mannskapinn til helgrar stundar.

Sóknarnefnd hefur sýnt mikið aðhald og framsýni í kirkjubyggingunni, en kreppan og háar vaxtabætur hafa sett strik í reikninginn í sóknarsjóðum eins og annars staðar. Því heitir sóknarnefnd á söfnuðinn um að hjálpa okkur að leysa út klukkurnar og setja þær upp. Reikningsnúmer gjafasjóðs kirkjunnar er 0114-26-3055. Kærar þakkir fyrir stuðninginn!< ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />