Fermingarbörnum í Grafarholti var víðast vel tekið þegar þau söfnuðu fyrir Hjálparstarf kirkjunnar í byrjun nóvember. Nú stendur yfir jólasöfnun til styrktar þeim sem lítið hafa milli handanna.

Fermingarbörnum í Grafarholti var víðast vel tekið þegar þau söfnuðu fyrir Hjálparstarf kirkjunnar í byrjun nóvember. Nú stendur yfir jólasöfnun til styrktar þeim sem lítið hafa milli handanna.

Fermingarbörnin stóðu sig vel í byrjun nóvember þegar þau gengu í húsin og söfnuðu peningum til að byggja brunna í Úganda. Börnunum var vel tekið, þrátt fyrir erfitt efnahagsástand í landinu og söfnuðust 176.000 krónur í Grafarholtinu einu, en á landsvísu alls um 8 milljónir. Bestu þakkir til allra sem tóku þátt og gáfu í söfnunina!

Núna fyrir jólin er víða hart í ári. Í fyrra tóku allnokkrir einstaklingar og fjölskyldur sig saman í Grafarholtinu og gáfu kirkjunni gjafabréf í matvöruverslanir handa þeim í söfnuðinum sem minnst hafa milli handanna. Slíkar gjafir eru ávallt vel þegnar og er þeim sem væru tilbúin að láta eitthvað af hendi rakna bent á að hafa samband við sóknarprestinn í síma 8952319 eða sigridur@grafarholt.is sem kemur gjöfinni áfram. < ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />