Guðríðarkirkja hefur nú eignast merki, og minnir það allt í senn á Kriststáknið vínviðinn, sögu Guðríðar í Vínlandi og forna, íslenska útskurðarlist.

Merki Guðríðarkirkju er hannað af Björgu Vilhjálmsdóttur, grafískum hönnuði, og sýnir vínviðarteinung sem myndar kross, en teinungsfléttan vísar til fornrar íslenskrar útskurðarlistar. Vínviðurinn er Kriststákn í kristinni trúarhefð (Jóh.15:1) en minnir líka á sögu Guðríðar Þorbjarnardóttur, sem kirkjan heitir eftir, sem landkönnuðar Vínlands.