Biskup Íslands og vígslubiskupar heimsóttu Guðríðarkirkju í síðustu viku og kynntu sér gang kirkjubyggingarinnar. Biskupsritari tók allmargar myndir við það tækifæri.

Biskupafundur heimsótti Guðríðarkirkju í síðustu viku og kynntu sér gang kirkjubyggingarinnar. Biskupsritari tók allmargar myndir við það tækifæri.

Biskuparnir sem skoðuðu kirkjuna voru þeir hr. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sem mun vígja kirkjuna þann 7. desember nk., hr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, Hólabiskup, og hr. Sigurður Sigurðarson, Skálholtsbiskup. Með í för voru einnig sr. Kristján Valur Ingólfsson, verkefnisstjóri helgisiða á Biskupsstofu, og sr. Þorvaldur Karl Helgason, biskupsritari.

Fulltrúar sóknarinnar, sem kynntu biskupunum kirkjubygginguna, voru þau Níels Árni Lund, formaður sóknarnefndar, og sr. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur, ásamt eiginmanni sínum, Rögnvaldi Guðmundssyni.

Frétt af heimsókn biskupafundar má lesa á vef Þjóðkirkjunnar og skoða myndir biskupsritara með því að smella hér.