Það styttist í skil á kössum í verkefninu “Jól í skókassa” þetta árið, en þar er safnað jólagjöfum fyrir munaðarlaus börn í Úkraínu fyrir tilstilli KFUM og K á Íslandi og KFUM í Úkraínu.

Það styttist í skil á kössum í verkefninu “Jól í skókassa” þetta árið, en þar er safnað jólagjöfum fyrir munaðarlaus börn í Úkraínu fyrir milligöngu KFUM og K á Íslandi og KFUM í Úkraínu.

„Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Með slíkum gjöfum er þeim sýndur kærleikur Guðs í verki. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.

Í kassann skal setja a.m.k. einn hlut úr eftirtöldum fimm flokkum: leikföng, hreinlætisvörur (helst tannkrem og tannbursta), sælgæti, föt og skóladót. Einnig er óskað eftir að allir setji 300-500 kr. í kassann til að mæta sendingarkostnaði til Úkraínu. Síðasti skiladagur í Reykjavík er laugardagurinn 8. nóvember nk. kl. 11-16 að Holtavegi 28 (félagsheimili KFUM og KFUK).

Á heimasíðunni skokassar.net má finna allar nánari upplýsingar um verkefnið. Þar má einnig hlaða niður upplýsingabæklingi með leiðbeiningum um gerð skókassans.

Þetta er upplagt verkefni til að vinna með börnunum sínum og vekja þau þannig til umhugsunar um kjör barna annars staðar í heiminum.