Séra Sigríður Guðmarsdóttir verður ein af framsögumönnum á guðfræðimálþingi um kynheilsu og mannréttindi sem haldið verður í Sal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu föstudaginn 3. október kl. 14:00 – 16:00 í tilefni af útkomu bókar dr. Sólveigar Önnu Bóasdóttur með ofangreindum titli.

Séra Sigríður Guðmarsdóttir verður ein af framsögumönnum á guðfræðimálþingi um kynheilsu og mannréttindi sem haldið verður í Sal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu föstudaginn 3. október kl. 14:00 – 16:00 í tilefni af útkomu bókar dr. Sólveigar Önnu Bóasdóttur með ofangreindum titli.

Málþingið er haldið að frumkvæði presta og guðfræðinga sem láta sig mannréttindi samkynhneigðra varða og er ætlunin að stuðla að faglegri umræðu á mærum kynjafræði, siðfræði, mannréttinda- og menningarfræði og guðfræði.

Dagskrá:

Guðrún D. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands: „Ofbeldi og mannréttindi“

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kynfræðingur: “Réttindi kynverundar – hvað er langt í land?”

Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, prestur: “Menning, kirkja og hjónaband í hinsegin ljósi”

Þorvaldur Kristinsson, bókmenntafræðingur: „Samkynhneigðin og ástin“

Sr. Bjarni Karlsson, prestur: „Samkynhneigð og kristin siðfræði“

Fundarstjóri er Helgi Hjörvar, alþingismaður.

Í upphafi mun dr. Sólveig Anna ávarpa og setja málþingið og í lokin verður boðið upp á fyrirspurnir til hennar og framsögumanna. Þátttaka í málþinginu er ókeypis og öllum opin.