Laufey Brá Jónsdóttir hefur verið ráðin nýr æskulýðsfulltrúi Grafarholtssóknar frá september 2008.

Laufey Brá Jónsdóttir hefur verið ráðin nýr æskulýðsfulltrúi Grafarholtssóknar frá september 2008. Sóknarnefnd samþykkti ráðningu Laufeyjar á fundi sínum í byrjun mánaðarins.

Laufeyju Brá er margt til lista lagt. Hún útskrifaðist frá leiklistarskólanum 1999 og lauk síðan BA-gráðu í guðfræði haustið 2007. Hún er einnig leikstjóri og meistaranemi í mannauðsstjórnun. Laufey Brá ætlar að samþætta þessi tvö svið, leiklistina og guðfræðina, í nýja starfinu og því eiga börn í Grafarholti á góðu von.

Þorgeir Arason guðfræðingur, sem verið hefur æskulýðsfulltrúi safnaðarins síðustu tvö árin hélt til nýrra starfa á Héraði í júlíbyrjun. < ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />