Sóknarnefnd Grafarholtssóknar ákvað á fundi sínum nýlega að nefna kirkju safnaðarins Guðríðarkirkju í Grafarholti í minningu Guðríðar Þorbjarnardóttur (ca 980-1050).

Sóknarnefnd Grafarholtssóknar ákvað á fundi sínum nýlega að nefna kirkjuna Guðríðarkirkju í Grafarholti í minningu Guðríðar Þorbjarnardóttur (ca 980-1050).

Guðríður Þorbjarnardóttir var viðförlasti Íslendingur miðalda og þótt víðar væri leitað. Hún var landnemi á vesturströnd Grænlands, landkönnuður á Vínlandi ásamt Þorfinni Karlsefni manni sínum og móðir fyrsta vestræna barnsins sem fæddist í Vesturheimi. Guðríður og Karlsefni fluttust heim til Íslands eftir Vínlandsförina. Eftir lát Karlefnis fór Guríður síðan til Rómar í pílagrímsgöngu og gerðist síðan nunna til æviloka. Frá henni er sagt á skemmtilegan hátt í Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu og hún sögð skörungur mikill og einlæg trúkona.

Fræðslubæklingi um Guðríði Þorbjarnardóttur og nafngiftina Guðríðarkirkja verður dreift í hús í Grafarholti nú í september.